Þrennir Bioblitz-viðburðir í Elliðaárdal Ör

 

Fyrsti viðburðurinn verður laugardaginn 24. júní kl 11. Hist verður við Rafstöðina í Elliðaárdal nálægt nýju hjóla- og göngubrúnni yfir Elliðaárnar. Plöntur svæðisins verða skoðaðar og greindar en mikil tegundafjölbreytni er á þessu svæði og margs konar gróðurlendi að finna.  Viðburðasíða á Facebook


Annar viðburðurinn verður laugardaginn 8. júlí kl 11. Þá verður farið í fuglaskoðun. Hist verður við Árbæjarkirkju og fylgst með fuglalífinu í ofanverðum Elliðaárdal.  Viðburðasíða á Facebook


Þriðji viðburðurinn verður sunnudaginn 23. júlí kl 11. Þá er komið að skordýrum, áttfætlum og öðrum smádýrum. Hist verður bak við Rafstöðina í Elliðaárdal og farið á pödduveiðar.  Viðburðasíða á Facebook